Jamil Abiad, þjálfari kvennaliðs Vals og aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í körfuknattleik, lék í gær með liði KR b í 2. deild karla er það lagði topplið Fylkis 112:103.
Karfan.is vekur athygli á þessu þar sem má sjá ljósmynd af Abiad í treyju KR b í umfjölluninni um leikinn.
Fylkir hefði með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn í 2. deild en KR b kom í veg fyrir það og er í öðru sæti með 26 stig, tveimur á eftir Fylki þegar einungis ein umferð er óleikin.