Martin Hermannsson fyrirliði Alba Berlín átti góðan leik í kvöld þegar þýska liðið lagði Baskonia frá Spáni að velli, 97:90, á heimavelli í Euroleague, eða Evrópudeildinni.
Þetta er aðeins fimmti sigur Alba í 29 leikjum í keppninni í vetur en þjálfari liðsins var rekinn fyrr í dag og aðstoðarþjálfarinn stýrði liðinu í kvöld.
Martin skoraði 13 stig í leiknum og átti fimm stoðsendingar, auk þess sem hann tók eitt frákast. Martin spilaði í 19 mínútur.