ÍR skrefi nær úrslitakeppninni

Jacob Falko reynir skot í leiknum í kvöld.
Jacob Falko reynir skot í leiknum í kvöld. mbl.is/Karítas

ÍR lagði Hött að velli með minnsta mun, 84:83, í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Breiðholti í kvöld.

Með sigrinum fór ÍR upp í sjöunda sæti þar sem liðið er með 20 stig og færist skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn.

Það getur oltið á öðrum úrslitum en ÍR er einnig með það í eigin hendi þar sem sigur gegn botnliði Hauka í lokaumferðinni, sem myndi færa ÍR samtals 22 stig, myndu alltaf duga til.

Í kvöld var ÍR með yfirhöndina allan leikinn. Jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn voru fimm stigum yfir, 39:34, að honum loknum.

Í síðari hálfleik bættu ÍR-ingar í og komust 16 stigum yfir í stöðunni 58:42. Höttur gafst ekki upp og lagaði stöðuna í 69:60, en þannig stóðu leikar að loknum þriðja leikhluta.

Borche Ilievski fer yfir málin með sínum mönnum í ÍR …
Borche Ilievski fer yfir málin með sínum mönnum í ÍR í kvöld. mbl.is/Karítas

Í fjórða og síðasta leikhluta virtist ÍR ætla að sigla nokkuð þægilegum sigri í höfn þegar Höttur hóf mikið áhlaup og komst yfir, 82:83, þegar mínúta var eftir af leiknum.

ÍR náði hins vegar að skora síðustu tvö stig leiksins þegar 22 sekúndur voru eftir og tryggði sér þannig sigurinn.

Matej Kavas var stigahæstur hjá ÍR með 18 stig og sex fráköst. Oscar Jörgensen bætti við 16 stigum.

Stigahæstur í leiknum var Nemanja Knezevic með 23 stig og tíu fráköst fyrir Hött.

ÍR - Höttur 84:83

Skógarsel, Bónus deild karla, 14. mars 2025.

Gangur leiksins:: 2:2, 10:7, 18:12, 22:18, 28:22, 34:27, 36:32, 39:34, 44:36, 55:42, 63:50, 69:60, 73:65, 79:69, 82:75, 84:83.

ÍR: Matej Kavas 18/6 fráköst, Oscar Jorgensen 16, Dani Koljanin 14/10 fráköst, Jacob Falko 12/4 fráköst/13 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 7, Zarko Jukic 7/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Höttur: Nemanja Knezevic 23/10 fráköst, David Guardia Ramos 12/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 12/5 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 11, Adam Heede-Andersen 7/6 stoðsendingar, Matej Karlovic 6/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6/5 fráköst, Óliver Árni Ólafsson 4, Gustav Suhr-Jessen 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 275

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert