Fulltrúar Aþenu gengu út af þingi

Leikmenn og þjálfarar Aþenu.
Leikmenn og þjálfarar Aþenu. Kristinn Magnússon

Fulltrúar Aþenu sem spilar í úrvalsdeild kvenna gengu út af ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands í dag.

Þeir voru með tillögu til þess að fjölga liðum í úrvalsdeild kvenna en hún var ekki tekin fyrir. Til þess að tillaga fari fyrir þingið þarf hún að vera með 70% atkvæða en hún fékk aðeins 64%.

Það eru tíu lið í úrvalsdeild kvenna og Aþena er í 10. og síðasta sæti með sex stig eftir átján leiki.

Kosið verður um nýjan formann sambandsins en þeir Kristinn Albertsson og Kjartan Freyr Ásmundsson eru í framboði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert