Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var í stóru hlutverki hjá Belfius Mons í kvöld þegar liðið vann Donar Groningen, 91:89, í sameiginlegri deild Belgíu og Hollands, BNXT-deildinni.
Styrmir skoraði 12 stig fyrir Mosn, tók fimm fráköst og átti fjórar stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu í kvöld.
Mons er í níunda sæti af nítján liðum eftir 25 leiki af 36, hefur unnið 14 leiki, en fimm efstu liðin leika um meistaratitilinn.