Selfoss vann meistarana og KV situr eftir

Fjölnir er eitt af átta liðum sem fer í umspilið.
Fjölnir er eitt af átta liðum sem fer í umspilið. mbl.is/Eyþór

Selfoss tryggði sér síðasta sætið í átta liða umspili um eitt laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með því að leggja 1. deildar meistara ÍA að velli, 115:108, í lokaumferð deildarinnar á Selfossi í kvöld.

ÍA fer beint upp í úrvalsdeild en liðin í sætum tvö til níu fara í umspil. Sigurinn þýðir að Selfoss náði níunda sætinu af KV, sem tapaði 100:94 fyrir Breiðabliki í Smáranum.

Snæfell, Selfoss og KV enduðu öll með 16 stig en Vesturbæjarfélagið er það eina af félögunum þremur sem situr eftir.

Í átta liða úrslitum umspilsins munu mætast:

Ármann - Selfoss
Hamar - Snæfell
Sindri - Breiðablik
Fjölnir - Þór Akureyri

Önnur úrslit í kvöld:

Ármann - Þór Akureyri 124:102
Fjölnir - Skallagrímur 109:83
Hamar - Snæfell 126:118 (frl.)
KFG – Sindri 87:91

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert