Grindavík og Þór frá Akureyri mættust í seinni undanúrslitaviðureign kvöldsins í bikarkeppni kvenna í körfubolta og lauk leiknum með sigri Grindavíkur, 92:80
Það verður því sannkallaður suðunesjaslagur á laugardaginn þegar Njarðvík og Grindavík mætast í bikarúrslitum.
Þórsarar byrjuðu leikinn í dag betur og voru skrefi á undan Grindvíkingum framan af fyrsta leikhluta. Grindavíkurkonur unnu sig þó inn í leikinn, náðu forskoti í stöðunni 17:16 með þriggja stiga körfu frá Sofie Tryggedsson Preetzmann.
Eftir þetta má segja að Grindavíkurkonur hafi sýnt allar sínar bestu hliðar því þær voru fjórum stigum yfir þegar fyrsta leikhluta lauk 22:18.
Grindavíkurkonur áttu síðan annan leikhlutann. Þær náðu 10 stiga forskoti í stöðunni 32:22 og mestur var munurinn 16 stig í stöðunni 47:31 fyrir Grindavík.
Staðan í hálfleik 52:41 fyrir Grindavík, 11 stiga munur.
Það má segja að það hafi bara eitt lið mætt inn á völlinn í seinni hálfleik. Til að gera langa sögu stutta þá breyttust hálfleikstölur úr því að vera 52:41 fyrir Grindavík yfir í að verða 54:52 fyrir Þór Akureyri.
Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum þar sem liði Þórs tókst að koma i veg fyrir að Grindavíkurkonur skoruðu stig í tæplega 7 mínútur. Grindavíkurkonur jöfnuðu leikinn í 54:54 og komust síðan yfir í stöðunni 58:57.
Grindavíkurliðið vaknaði síðan loksins til lífsins og náði að byggja upp 4 stiga forskot áður en að leikhlutanum lauk og var staðan eftir þriðja leikhluta 63:59 fyrir Grindavík.
Grindavíkurliðið byrjaði fjórða leikhluta frábærlega og byggði upp gott forskot með einni þriggja stiga og annarri tveggja stiga körfu frá Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Staðan orðin 68:59 fyrir Grindavík.
Grindavíkurkonur náðu að byggja upp 12 stiga forskot í stöðunni 74:62 fyrir Grindavík þegar 7 mínútur og 12 sekúndur voru eftir af leiknum. Má segja að þarna hafi Grindavíkurkonur heldur betur komið til baka eftir afar slæman þriðja leikhluta og lagt grunn að góðum sigri sem fæstir bjuggust við.
Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 89:77 fyrir Grindavíkurkonum og þær á leiðinni í úrslitaleikinn gegn Njarðvík. Þórsarar gerðu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn og búa til spennandi lokamínútur en allt kom fyrir ekki og unnu Grindavíkurkonu frækin sigur 92:80.
Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 21 stig fyrir Grindavík og Ísabella Ósk Sigurðardóttir tók 8 fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 19 stig og tók 16 fráköst fyrir Þór Akureyri.