Lakers upp í fjórða sætið

Luka Doncic og Austin Reaves fagna í sigri Los Angeles …
Luka Doncic og Austin Reaves fagna í sigri Los Angeles Lakers gegn San Antonio Spurs. AFP/Ronald Martinez

Los Angeles Lakers klifraði upp í fjórða sæti Vesturdeildar NBA í körfuknattleik í nótt með því að vinna all öruggan heimasigur á San Antonio Spurs, 125:109.

Lakers fór með þessu upp fyrir Memphis Grizzlies sem tapaði á sama tíma fyrir Sacramento Kings á útivelli, 132:122.

Oklahoma City er eina lið Vesturdeildar sem er öruggt í úrslitakeppnina og með yfirburðaforystu en Houston og Denver, sem bæði unnu í nótt, eru í öðru og þriðja sæti.

Í Austurdeildinni eru Cleveland, sem er langefst, og Boston örugg áfram og New York fer að minnsta kosti í umspil.

Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Lakers í nótt og gaf 14 stoðsendingar.

Aaron Gordon skoraði 38 stig fyrir Denver Nuggets sem vann útisigur á Golden State Warriors í stórleik næturinnar, 114:105.

Desmond Bane skoraði 44 stig fyrir Memphis í tapleiknum gegn Sacramento.

Quentin Grimes  skoraði 46 stig fyrir Philadelphia 76ers sem tapaði fyrir Houston Rockets í framlengdum leik, 144:137. 

Úrslitin í nótt:

New York - Miami 116:95
New Orleans - Detroit 81:127
Minnesota - Indiana 130:132 (framlengt)
Houston - Philadelphia 144:137 (framlengt)
Utah - Chicago 97:111
Portland - Washington 112:97
Sacramento - Memphis 132:122
Phoenix - Toronto 129:89
Golden State - Denver 105:114
LA Lakers - San Antonio 125:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert