Styrmir Snær Þrastarson átti góðan leik fyrir Belfius Mons þegar liðið heimsótti topplið Kortrijk í sameiginlegri efstu deild Belgíu og Hollands í körfubolta í kvöld.
Leiknum lauk með stórsigri Kortrijk, 92:61, en Styrmir Snær var stigahæstur hjá Belfius Mons með 15 stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann lék.
Belfius Mons er í níunda sæti deildarinnar með fjórtán sigra og tólf töp.