Íslandsmeistararnir niðurlægðu bikarmeistarana

Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í kvöld.
Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Það verða Valsmenn sem mæta KR-ingum í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfubolta eftir 91:67 sigur á Keflavík í undanúrslitum keppninnar í Smáranum í kvöld. 

Keflvíkingar byrjuðu leikinn vel og komust í 4:0. Þá vöknuðu Valsmenn til lífsins og hófu leikinn fyrir sína parta með því að skora 9 stig í röð. Keflvíkingum tókst að saxa á forskot Vals fyrir lok fyrsta leikhluta og var staðan 21:19 fyrir Val þegar fyrsta leikhluta lauk. 

Valsmenn sýndu afhverju þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í öðrum leikhluta. Þeir gjörsamlega yfirspiluðu Keflvíkinga á tímabili og settu hverja þriggja stiga körfuna á fætur annari. 

Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Kristni Pálssyni og önnur frá Kára Jónssyni kom Valsmönnum heldur betur á bragðið og staðan orðin 34:26. Valsmenn hættu ekki þarna heldur héldu áfram að byggja upp forskot sitt. Þegar öðrum leikhluta lauk var munurinn orðinn 16 stig og staðan 51:35 fyrir Val.

Valsmenn stjórnuðu ferðinni

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Valsmenn réðu ríkjum frá upphafi þriðja leikhluta og þegar rétt um þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum voru Valsmenn 20 stigum yfir í stöðunni 59:39. 

Keflvíkingar náðu á tímabili að klóra í bakkann og minnka muninn í 15 stig í stöðunni 51:46 fyrir Val. Þá kom enn eitt áhlaupið frá Valsmönnum sem má segja að hafi varað út leikhlutann. 

Valsmenn settu niður hvern þristinn á fætur öðrum og loka karfa þriðja leikhluta var skrautleg þegar Kristinn Pálsson fór í hraðaupphlaup, setti boltann yfir körfuna og þar mætti Taiwo Hassan Badmus og tróð boltanum viðstöðulaust í körfuna. Sannkölluð sirkus karfa og staðan 77:49 og Valsmenn að leika sér að Keflvíkingum í þessum undanúrslitaleik.

Það er í raun lítið sem þarf að segja um fjórða leikhlutann sem var formsatriði fyrir Valsmenn enda með unninn leik eftir stórkostlegan annan og þriðja leikhluta. 

Hrósa þarf Keflvíkingum fyrir að hætta aldrei þrátt fyrir að eiga aldrei möguleika á að vinna sig inn í leikinn og reyndu þeir að laga stöðuna eins og hægt var. 

Fór svo að Valsmenn unnu 24 stiga sigur og mæta erkifjendum sínum úr KR í úrslitaleik á laugardag. 

Callum Reese Lawson skoraði 12 stig og tók Remu Emil Raitanen 8 fráköst fyrir Keflavík. Kristinn Pálsson skoraði 21 stig og Adam Ramsted tók 8 fráköst fyrir Val.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KR 94:91 Stjarnan opna
99. mín. skorar

Leiklýsing

Keflavík 67:91 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert