Íslandsmeistararnir niðurlægðu bikarmeistarana

Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í kvöld.
Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Það verða Vals­menn sem mæta KR-ing­um í úr­slita­leik bik­ar­keppni karla í körfu­bolta eft­ir 91:67-sig­ur á Kefla­vík í undanúr­slit­um keppn­inn­ar í Smár­an­um í kvöld. 

Kefl­vík­ing­ar byrjuðu leik­inn vel og komust í 4:0. Þá vöknuðu Vals­menn til lífs­ins og hófu leik­inn fyr­ir sína parta með því að skora níu stig í röð. Kefl­vík­ing­um tókst að saxa á for­skot Vals fyr­ir lok fyrsta leik­hluta og var staðan 21:19 fyr­ir Val þegar fyrsta leik­hluta lauk. 

Vals­menn sýndu af hverju þeir eru ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar í öðrum leik­hluta. Þeir gjör­sam­lega yf­ir­spiluðu Kefl­vík­inga á tíma­bili og settu hverja þriggja stiga körf­una á fæt­ur ann­arri. 

Tvær þriggja stiga körf­ur í röð frá Kristni Páls­syni og önn­ur frá Kára Jóns­syni kom Vals­mönn­um held­ur bet­ur á bragðið og var staðan orðin 34:26. Vals­menn hættu ekki þarna held­ur héldu áfram að byggja upp for­skot sitt. Þegar öðrum leik­hluta lauk var mun­ur­inn orðinn 16 stig og staðan 51:35 fyr­ir Val.

Vals­menn stjórnuðu ferðinni

Seinni hálfleik­ur byrjaði eins og sá fyrri endaði. Vals­menn réðu ríkj­um frá upp­hafi þriðja leik­hluta og þegar rétt um þrjár mín­út­ur voru liðnar af leik­hlut­an­um voru Vals­menn 20 stig­um yfir í stöðunni 59:39. 

Kefl­vík­ing­ar náðu á tíma­bili að klóra í bakk­ann og minnka mun­inn í 15 stig í stöðunni 51:46 fyr­ir Val. Þá kom enn eitt áhlaupið frá Vals­mönn­um sem má segja að hafi varað út leik­hlut­ann. 

Vals­menn settu niður hvern þrist­inn á fæt­ur öðrum og lokakarfa þriðja leik­hluta var skraut­leg þegar Krist­inn Páls­son fór í hraðaupp­hlaup, setti bolt­ann yfir körf­una og þar mætti Taiwo Hass­an Badm­us og tróð bolt­an­um viðstöðulaust í körf­una. Sann­kölluð sirku­skarfa og staðan 77:49 og Vals­menn að leika sér að Kefl­vík­ing­um í þess­um undanúr­slita­leik.

Það er í raun lítið sem þarf að segja um fjórða leik­hlut­ann sem var forms­atriði fyr­ir Vals­menn enda með unn­inn leik eft­ir stór­kost­leg­an ann­an og þriðja leik­hluta. 

Hrósa þarf Kefl­vík­ing­um fyr­ir að hætta aldrei þrátt fyr­ir að eiga aldrei mögu­leika á að vinna sig inn í leik­inn og reyndu þeir að laga stöðuna eins og hægt var. 

Fór svo að Vals­menn unnu 24 stiga sig­ur og mæta erkifjend­um sín­um úr KR í úr­slita­leik á laug­ar­dag. 

Call­um Reese Law­son skoraði 12 stig og tók Remu Emil Raitan­en átta frá­köst fyr­ir Kefla­vík. Krist­inn Páls­son skoraði 21 stig og Adam Ramsted tók átta frá­köst fyr­ir Val.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Kefla­vík 67:91 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert