Doncic sá um Denver

Luka Doncic.
Luka Doncic. AFP/Katelyn Mulcahy

Slóveninn Luka Doncic átti enn einn stórleikinn fyrir LA Lakers þegar liðið vann Denver Nuggets 120:108 í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Doncic skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar ásamt því að stela boltanum tvisvar.

Lakers var án LeBron James og Denver án Nikola Jokic og Jamal Murray. Allir eru þeir að glíma við meiðsli.

Aaron Gordon fór fyrir Denver í fjarveru Jokic og Murray er hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst.

Skráði nafn sitt í sögubækurnar

Georgíumaðurinn Sandro Mamukelashvili átti stórbrotinn leik fyrir San Antonio Spurs í 120:105-sigri á New York Knicks.

Mamukelashvili skoraði 34 stig og tók níu fráköst. Það sem meira er um vert þá gerði hann það á einungis 19 mínútum, sem er met.

Aldrei hefur nokkur leikmaður skorað 34 stig eða meira á minna en 20 mínútum leiknum í deildinni. Georgíumaðurinn hefur þá aldrei skorað jafn mörg stig í NBA-deildinni á ferlinum.

Devin Booker fór fyrir Phoenix Suns þegar liðið lagði Chicago Bulls að velli, 127:121, en hann skoraði 41 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Ástralinn Josh Giddey var atkvæðamestur hjá Chicago með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar.

Önnur úrslit:

Indiana – Dallas 135:131
Orlando – Houston 108:116
Miami – Detroit 113:116
Minnesota – New Orleans 115:119
Oklahoma – Philadelphia 133:100
Utah – Washington 128:112
Portland – Memphis 115:99
Sacramento – Cleveland 123:119

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert