Martin Hermannsson hafði hægt um sig þegar lið hans Alba Berlín heimsótti Panathinaikos til Grikklands í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld.
Leiknum lauk með tíu stiga sigri Panathinaikos, 91:81, en Martin skoraði þrjú stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á ellefu mínútum.
Alba Berlín er í átjánda og neðsta sæti Evrópudeildarinnar með fimm sigra og 25 töp þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.