Matej Karlovic, leikmaður Hattar í körfuknattleik, var á fundi aga- og úrskurðarnefndar í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í leik gegn Þór frá Þorlákshöfn þann 6. mars síðastliðinn.
Í fjórða leikhluta var dæmd sóknarvilla á Karlovic þegar hann keyrði Emil Karel Einarsson hjá Þór niður. Karlovic fleygði boltanum þá í átt að Bjarna Hlíðkvist dómara, lét hann heyra það og var vísað út úr húsi.
Á leiðinni út úr húsi hélt Karlovic áfram að láta mann og annan heyra það. Aðeins ein umferð er eftir af úrvalsdeildinni og Höttur er þegar fallinn niður í 1. deild og því hefur hann lokið leik á tímabilinu.