Gamla ljósmyndin: Heit kartafla?

Morgunblaðið/Einar Falur

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Þess­ari sniðugu mynd náði Ein­ar Falur Ing­ólfs­son í Ljóna­gryfj­unni í Njarðvík keppn­is­tíma­bilið 1989-1990 þegar Njarðvík tók á móti Tinda­stóli á Íslands­móti karla í körfuknatt­leik. Í vet­ur urðu þau tíðindi að Njarðvík­ing­ar end­ur­nýjuðu húsa­kynni sín og þetta fræga íþrótta­hús er því ekki leng­ur vett­vang­ur meist­ara­flokks­leikja í íþrótt­inni. 

Bolt­inn virðist vera heit kart­afla á þessu augna­bliki því engu lík­ara er en að leik­menn kæri sig ekki um að snerta knött­inn. Ein­hvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæj­ar að hvorki bræðurn­ir Sturla og Teit­ur Örlygs­syn­ir né Val­ur Ingi­mund­ar­son kærðu sig um að vera með bolt­ann í hönd­un­um.

Sturla er lengst til vinstri á mynd­inni og næst­ur er Pat­rick Releford (núm­er 12). Teit­ur er lengst til hægri á mynd­inni en þeir léku all­ir með Njarðvík. Í bún­ingi Tinda­stóls eru Bo Heyd­en (núm­er 14) og Val­ur Ingi­mund­ar­son. 

Var þetta fyrsta keppn­is­tíma­bil Tinda­stóls í efstu deild og Heyd­en er fyrsti er­lendi leikmaður­inn í sögu liðsins. Hann skilaði tæp­lega 29 stig­um að meðaltali í leik í deild­inni um vet­ur­inn. Releford skoraði tæp 26 stig að jafnaði fyr­ir Njarðvík. 

Til út­skýr­ing­ar má nefna að þegar bolt­inn er á leið út af vell­in­um þá eiga leik­menn í körf­unni og hand­bolt­an­um það til að setja hend­urn­ar ósjálfrátt upp til marks um að þeir hafi ekki snert hann síðast. Í þeirri von um að eiga innkastið þegar dóm­ar­arn­ir hafa kveðið upp sinn úr­sk­urð. 

Í dag ráðast úr­slit­in í bik­ar­keppni KKÍ þegar úr­slita­leik­irn­ir fara fram í Smár­an­um í Kópa­vogi. Í kvenna­flokki mæt­ast Grinda­vík og Njarðvík en í karla­flokki eig­ast við Val­ur og KR. 

Mbl.is á ekki von á öðru en þar muni leik­menn ólm­ir vilja snerta knött­inn enda er slíkt lík­legt til ár­ang­urs í bikar­úr­slita­leikj­um. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert