Fór á kostum í sigri

Styrmir Snær Þrastarson er í lykilhlutverki hjá Belfius Mons.
Styrmir Snær Þrastarson er í lykilhlutverki hjá Belfius Mons. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson fór á kostum með Belfius Mons í sigri liðsins gegn Oostende, 78:69, í sameiginlegri deild Belgíu og Hollands, BNXT-deildinni.

Styrmir var stigahæstur í liði Belfius Mons en hann skoraði 17 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Sigurinn þýðir að Belfius Mons er í níunda sæti með 15 sigra og 12 töp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert