Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék vel fyrir Maroussi þegar liðið mátti sætta sig við enn eitt tapið, 104:83 fyrir AEK Aþenu, í grísku úrvalsdeildinni í dag.
Maroussi endar á botni deildarinnar og fer í umspil við lið í deildinni fyrir neðan um sæti á meðal þeirra bestu.
Elvar Már var næst stigahæstur í liði Maroussi með 19 stig fyrir Maroussi auk þess sem hann tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 29 mínútum.