Skoraði 40 stig í naumu tapi

C.J. McCollum í leik með New Orleans Pelicans.
C.J. McCollum í leik með New Orleans Pelicans. AFP/Ronald Cortes

C.J. McCollum fór hamförum í liði New Orleans Pelicans þegar það tapaði fyrir Detroit Pistons, 136:130, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

McCollum skoraði 40 stig og gaf sjö stoðsendingar fyrir New Orleans en reyndist það á endanum ekki nóg.

Jamal Murray var þá sömuleiðis öflugur í liði Denver Nuggets þegar liðið vann Houston Rockets, 116:111.

Murray skoraði 39 stig og gaf sjö stoðsendingar. Jalen Green var með 30 stig fyrir Houston.

Andrew Wiggins mátti ekki minni maður vera hjá Miami Heat en hann skoraði 42 stig í 122:105-sigri á Miami Heat.

Önnur úrslit:

Utah - Cleveland 91:120
Atlanta - Philadelphia 132:119
Toronto - San Antonio 89:123
Portland - Boston 116:129
LA Clippers - Oklahoma 101:103

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert