Martin langstoðsendingahæstur

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var drjúgur í tapi Alba Berlin fyrir Partizan, 85:71, í Euroleague, eða Evrópudeildinni í Serbíu í kvöld. 

Martin var langstoðsendingahæstur í sínu liði með 13 stoðsendingar. Hann skoraði einnig fjögur stig og tók fjögur fráköst á 26 mínútum. 

Alba Berlin er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm sigra og 26 töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert