Hörkuslagir í átta liða úrslitum kvenna

Isabella Ósk Sigurðardóttir hjá Grindavík og Eva Margrét Kristjánsdóttir hjá …
Isabella Ósk Sigurðardóttir hjá Grindavík og Eva Margrét Kristjánsdóttir hjá Haukum munu eigast við í átta liða úrslitum. mbl.is/Karítas

Keppni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik lauk í kvöld og þar með er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.

Vinna þarf þrjá leiki í fyrstu umferð, átta liða úrslitum, til þess að komast áfram í undanúrslit og er það sama uppi á teningnum þá og í úrslitaeinvíginu.

Leikjadagskrá hefur ekki verið gefin út en ljóst er að í átta liða úrslitum mætast:

Haukar - Grindavík
Njarðvík - Stjarnan
Keflavík - Tindastóll
Þór Akureyri - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert