Toppliðið vann 60. leikinn

Shai Gilgeous-Alexander átti enn einn stórleikinn.
Shai Gilgeous-Alexander átti enn einn stórleikinn. AFP/Thearon Henderson

Oklahoma City Thunder vann sinn 60. leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta er liðið sigraði Sacramento Kings á útivelli, 121:105, í nótt.

Oklahoma er með mikla yfirburði í Vesturdeildinni með 60 sigra og aðeins tvö töp. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur í liðinu með 32 stig. Keegan Murray gerði 28 stig.

Houston Rockets er í öðru sæti Vesturdeildarinnar með 47 sigra og 26 töp. Liðið vann Atlanta Hawks á heimavelli, 121:114.

Jalen Green skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Houston. Dyson Daniels gerði 19 stig og gaf tíu stoðsendingar fyrir Atlanta.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
Charlotte Hornets 104:111 Orlando Magic
Detroit Pistons 122:96 San Antonio Spurs
Miami Heat 112:86 Golden State Warriors
New York Knicks 128:113 Dallas Mavericks
Houston Rockets 121:114 Atlanta Hawks
Utah Jazz 103:140 Memphis Grizzlies
Portland Trail Blazers 111:122 Cleveland Cavaliers
Sacramento Kings 105:121 Oklahoma City Thunder

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka