Sannfærandi Skagfirðingar deildarmeistarar

Liðsmenn Tindstóls fagna í leikslok.
Liðsmenn Tindstóls fagna í leikslok. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitil karla í körfubolta með öruggum heimasigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals, 88:74, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar á Sauðárkróki í kvöld.

Tindastóll mætir Keflavík í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni og Valur mætir Grindavík.

Heimamenn í Tindastóli voru skrefinu á undan allan fyrsta leikhluta og var staðan 10:3 snemma leiks. Valur jafnaði í 10:10 en Tindastóll náði undirtökunum á ný eftir það og var staðan eftir fyrsta leikhluta 28:24.

Kristófer Acox úr Val í baráttunni í kvöld. Adomas Drungilas …
Kristófer Acox úr Val í baráttunni í kvöld. Adomas Drungilas eltir hann og Sadio Doucoure fylgist með. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll byrjaði annan leikhlutann betur og gekk Val illa að skora gegn sterkri vörn heimamanna. Skagfirðingar héldu áfram að bæta í forskotið og var munurinn í hálfleik 16 stig, 53:37.

Valsmenn minnkuðu aðeins muninn í þriðja leikhluta en tókst ekki að ógna forskoti Tindastóls að ráði. Var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 73:59 og reyndist hann vera formsatriði fyrir heimamenn.

Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæstur hjá Tindastóli með 20 stig og Adomas Drungilas gerði 17.

Taiwo Badmus skoraði 14 stig fyrir Val og þeir Kristinn Pálsson og Kári Jónsson 13 hvor.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Tindastóll 88:74 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert