Breiðablik vann spennutrylli á Höfn

Breiðablik gerði góða ferð á Höfn í Hornafirði.
Breiðablik gerði góða ferð á Höfn í Hornafirði. Ljósmynd/Breiðablik

Breiðablik hafði betur gegn Sindra, 90:87, á útivelli í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum í umspili um sæti í efstu deild karla í körfubolta í kvöld.

Voru lokasekúndurnar æsispennandi, þar sem Sindri minnkaði muninn í tvö stig með þriggja stiga körfu þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Breiðablik hélt hins vegar út og tók forystuna í einvíginu.

Maalik Cartwright var stigahæstur hjá Breiðabliki með 24 stig og Zoran Vrkic gerði 15. Jorge Magarinos skoraði 24 stig fyrir Sindra og Donovan Fields gerði 22 stig.

Ármann hafði betur gegn Selfossi, 109:93. Ármann lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik því staðan eftir hann var 66:46 og eftirleikurinn næsta auðveldur.

Kristófer Breki Björgvinsson skoraði 23 stig fyrir Ármann og Jaxson Baker gerði 22. Follie Bogan skoraði 25 fyrir Selfoss og Vojtéch Novák 19.

Minnsta spennan var í Grafarvogi þar sem Fjölnir valtaði yfir Þór frá Akureyri, 100:68. Birgir Leó Halldórsson skoraði 18 stig fyrir Fjölni og þeir Lewis Diankulu og Sæþór Elmar Kristjánsson voru með 17 hvor. Tim Dalger skoraði 26 fyrir Þór og Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson gerði tíu.

Hamar og Snæfell eru einnig í umspilinu og mætast í fyrsta leik í Hveragerði á morgun.

Fjölnir - Þór Ak. 100:68

Dalhús, 1. deild karla, 28. mars 2025.

Gangur leiksins:: 4:6, 12:8, 24:10, 27:17, 33:22, 39:26, 48:31, 54:35, 59:36, 67:36, 71:41, 78:48, 82:52, 93:58, 97:62, 100:68.

Fjölnir: Birgir Leó Halldórsson 18, Lewis Junior Diankulu 17/12 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 17/12 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Rafn Kristján Kristjánsson 11/8 fráköst, Kjartan Karl Gunnarsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Sigvaldi Eggertsson 5, Guðlaugur Heiðar Davíðsson 3/8 fráköst, Garðar Kjartan Norðfjörð 2, Alston Harris 2/6 stoðsendingar.

Fráköst: 39 í vörn, 11 í sókn.

Þór Ak.: Tim Bryan Dalger 26/9 fráköst, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 10/8 fráköst, Andrius Globys 8/9 fráköst, Smári Jónsson 6, Páll Nóel Hjálmarsson 5, Veigar Örn Svavarsson 5/6 fráköst, Andri Már Jóhannesson 3, Orri Már Svavarsson 3, Arngrímur Friðrik Alfreðsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Federick Alfred U Capellan, Hjörleifur Ragnarsson.

Áhorfendur: 200

Ármann - Selfoss 109:93

Laugardalshöll, 1. deild karla, 28. mars 2025.

Gangur leiksins:: 8:5, 11:14, 23:24, 31:29, 43:36, 51:38, 61:41, 66:46, 76:50, 78:57, 82:62, 87:68, 90:74, 101:79, 107:89, 109:93.

Ármann: Kristófer Breki Björgvinsson 23/4 fráköst, Jaxson Schuler Baker 22/7 fráköst, Arnaldur Grímsson 18/8 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Adama Kasper Darboe 12/7 fráköst/10 stoðsendingar, Frosti Valgarðsson 8/7 stoðsendingar, Kári Kaldal 6, Valur Kári Eiðsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Selfoss: Follie Bogan 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Vojtéch Novák 19/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gísli Steinn Hjaltason 13, Tristan Máni Morthens 10, Ari Hrannar Bjarmason 8/7 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 6, Birkir Máni Sigurðarson 3, Ísak Júlíus Perdue 3/6 stoðsendingar, Fróði Larsen Bentsson 2/5 fráköst, Unnar Örn Magnússon 2, Svavar Ingi Stefánsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 103

Sindri - Breiðablik 87:90

Ice Lagoon höllin, 1. deild karla, 28. mars 2025.

Gangur leiksins:: 2:2, 7:10, 9:20, 17:22, 25:28, 30:34, 41:38, 48:47, 55:52, 59:55, 61:57, 66:69, 71:76, 74:78, 79:82, 87:90.

Sindri: Jorge Gabriel Magarinos 24/7 fráköst, Donovan Fields 22/6 stoðsendingar/7 stolnir, Francois Matip 17/8 fráköst, Milorad Sedlarevic 14/5 fráköst, Benjamin Lopez 7/8 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Breiðablik: Maalik Jajuan Cartwright 24/5 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Zoran Vrkic 15/4 fráköst, Logi Guðmundsson 13/6 fráköst, Alexander Jan Hrafnsson 11, Marinó Þór Pálmason 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Snær Eyjólfsson 7, Veigar Elí Grétarsson 4/8 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 3, Orri Guðmundsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 160

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert