San Pablo Burgos vann öruggan útisigur á Ourense, 74:60, í B-deild Spánar í körfubolta í kvöld.
Jón Axel Guðmundsson átti flottan leik fyrir San Pablo, skoraði 16 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu á tæpum 25 mínútum. Var hann stigahæstur á vellinum.
San Pablo er í toppsæti deildarinnar með 52 stig eftir 27 leiki. Hefur liðið unnið 25 af leikjunum 27.