Hamar hafði betur gegn Snæfelli, 103:96, á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum umspils um sæti í efstu deild karla í körfubolta í kvöld.
Snæfell var með 27:25 forskot eftir fyrsta leikhluta en Hamar svaraði með 29:22-sigri í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 54:49, Hamri í vil.
Snæfell minnkaði muninn í þriðja leikhlutanum og munaði þremur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar voru Hamarsmenn hins vegar sterkari og fögnuðu sigri.
Jaeden King lék eins og kóngur fyrir Hamar og skoraði 38 stig. Fotios Lampropoulos og Lúkas Aron Stefánsson komu næstir með 12 hvor. Khalyl Waters skoraði 35 fyrir Snæfell og Matt Treacy gerði 19.
Hveragerði, 1. deild karla, 29. mars 2025.
Gangur leiksins:: 2:11, 12:11, 14:17, 25:25, 31:29, 38:37, 45:43, 54:49, 60:54, 67:63, 74:68, 80:77, 82:79, 91:81, 95:89, 103:96.
Hamar: Jaeden Edmund King 38/5 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 12/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/17 fráköst, Jose Medina Aldana 10, Birkir Máni Daðason 9, Daníel Sigmar Kristjánsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Atli Rafn Róbertsson 3.
Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.
Snæfell: Khalyl Jevon Waters 35/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Matt Treacy 19/8 fráköst, Sturla Böðvarsson 18, Alex Rafn Guðlaugsson 10/8 fráköst, Alejandro Rubiera Raposo 10/4 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 3, Ísak Örn Baldursson 1.
Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Bergur Daði Ágústsson, Arvydas Kripas.
Áhorfendur: 100