Hamarsmenn byrja betur

Jose Medina skoraði tíu stig fyrir Hamar.
Jose Medina skoraði tíu stig fyrir Hamar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ham­ar hafði bet­ur gegn Snæ­felli, 103:96, á heima­velli sín­um í fyrsta leik liðanna í átta liða úr­slit­um um­spils um sæti í efstu deild karla í körfu­bolta í kvöld.

Snæ­fell var með 27:25 for­skot eft­ir fyrsta leik­hluta en Ham­ar svaraði með 29:22-sigri í öðrum leik­hluta og var staðan í hálfleik 54:49, Hamri í vil.

Snæ­fell minnkaði mun­inn í þriðja leik­hlut­an­um og munaði þrem­ur stig­um fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann. Þar voru Ham­ars­menn hins veg­ar sterk­ari og fögnuðu sigri.

Jaeden King lék eins og kóng­ur fyr­ir Ham­ar og skoraði 38 stig. Foti­os Lampropou­los og Lúkas Aron Stef­áns­son komu næst­ir með 12 hvor. Khalyl Waters skoraði 35 fyr­ir Snæ­fell og Matt Treacy gerði 19.

Ham­ar - Snæ­fell 103:96

Hvera­gerði, 1. deild karla, 29. mars 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 2:11, 12:11, 14:17, 25:25, 31:29, 38:37, 45:43, 54:49, 60:54, 67:63, 74:68, 80:77, 82:79, 91:81, 95:89, 103:96.

Ham­ar: Jaeden Ed­mund King 38/​5 frá­köst, Lúkas Aron Stef­áns­son 12/​6 frá­köst, Foti­os Lampropou­los 12/​8 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Ragn­ar Ag­ust Nathana­els­son 11/​17 frá­köst, Jose Med­ina Ald­ana 10, Birk­ir Máni Daðason 9, Daní­el Sig­mar Kristjáns­son 8/​4 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Atli Rafn Ró­berts­son 3.

Frá­köst: 33 í vörn, 8 í sókn.

Snæ­fell: Khalyl Jevon Waters 35/​9 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar/​5 stoln­ir, Matt Treacy 19/​8 frá­köst, Sturla Böðvars­son 18, Alex Rafn Guðlaugs­son 10/​8 frá­köst, Al­ej­andro Ru­biera Ra­poso 10/​4 frá­köst, Aron Ingi Hinriks­son 3, Ísak Örn Bald­urs­son 1.

Frá­köst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­ur­bald­ur Frí­manns­son, Berg­ur Daði Ágústs­son, Ar­vydas Krip­as.

Áhorf­end­ur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert