Landsliðsmaðurinn atkvæðamestur

Styrmir Snær Þrastarson, númer 34, lék vel í kvöld.
Styrmir Snær Þrastarson, númer 34, lék vel í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Belgíska liðið Belfius Mons sigraði hollenska liðið BAL Weert í sameiginlegri efstu deild nágrannalandanna í körfubolta í karlaflokki í kvöld, 94:66.

Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaðurinn frá Þorlákshöfn, var stigahæstur allra í leiknum með 19 stig. Þá tók hann einnig fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu á hálftíma á gólfinu.

Belfius Mons er í áttunda sæti deildarinnar með 16 sigra og 12 töp eftir 28 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka