Los Angeles Clippers gerði góða ferð til New York í nótt þegar liðið vann sannfærandi sigur á Brooklyn Nets, 132:100, í NBA deildinni í körfubolta.
Kawhi Leonard fór fyrir sínum mönnum í Clippers og gerði 31 stig og hitti hann m.a. úr fimm af sex þriggja stiga skotum sínum. Þá tók hann einnig sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Þá var miðherjinn Ivica Zubac einnig öflugur í liði Clippers en hann gerði 21 stig, tók tólf fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Eftir sigurinn er Clippers í sjötta sæti Vesturdeildar en Nets eru í 13. sæti Austurdeildar og eiga ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Öll úrslit næturinnar
Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 133:122
Toronto Raptors - Charlotte Hornets 108:97
Brooklyn Nets - Los Angeles Clippers 100:132
New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 95:111
Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 124:109
Millwaukee Bucks - New York Knicks 107:116
Denver Nuggets - Utah Jazz 129:93