„Síðasta tímabil var klárlega vonbrigði“

Þóra Kristín Jónsdóttir var valin best í úrvalsdeild kvenna í …
Þóra Kristín Jónsdóttir var valin best í úrvalsdeild kvenna í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mark­miðið er að standa sig vel það sem eft­ir lif­ir tíma­bils,“ sagði Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir, leikmaður Hauka í úr­vals­deild kvenna í körfu­bolta, í sam­tali við Morg­un­blaðið á Foss­hót­eli í Reykja­vík í gær.

Þóra Krist­ín er fyr­irliði deild­ar­meist­ara Hauka en hún var út­nefnd besti leikmaður deild­ar­inn­ar á verðlauna­hátíð KKÍ á Foss­hót­eli í gær.

Hún skoraði 11 stig, tók sex frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar að meðaltali í 18 leikj­um í deild­inni í vet­ur en Hauk­ar unnu alls 15 leiki og töpuðu ein­ung­is þrem­ur.

„Við feng­um öfl­uga leik­menn til liðs við okk­ur fyr­ir keppn­is­tíma­bilið, leik­menn sem hafa reynst okk­ur mjög vel. Við náum all­ar mjög vel sam­an og leik­manna­hóp­ur­inn er mjög sam­held­inn. Það hef­ur verið góður takt­ur í því sem við höf­um verið að gera í all­an vet­ur og hlut­irn­ir voru fljót­ir að smella,“ sagði Þóra þegar hún var spurð út í gott gengi liðsins í vet­ur.

Mark­miðið að gera bet­ur

Hauk­ar ollu tals­verðum von­brigðum á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í fimmta sæti deild­ar­inn­ar og féll úr leik í 1. um­ferð úr­slita­keppn­inn­ar eft­ir tap gegn Stjörn­unni í odda­leik, 3:2, en Stjarn­an var þá nýliði í deild­inni.

„Við sett­um okk­ar það mark­mið, strax eft­ir síðasta keppn­is­tíma­bil, að gera bet­ur í ár. Síðasta tíma­bil var klár­lega von­brigði og við ætluðum okk­ur stærri hluti enda er þetta fé­lag sem set­ur alltaf stefn­una á Íslands­meist­ara­titil­inn.

Per­sónu­lega vildi ég líka gera meira, bæði í vörn og sókn. Mér fannst ég ekki nægi­lega góð í fyrra og mér fannst ég ekki skila nægi­lega miklu fram­lagi til liðsins. Mér hef­ur gengið vel í ár og ég myndi segja að ég hafi skilað góðu fram­lagi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka