Philadelphia 76ers á ei lengur möguleika á að komast í úrslitakeppni í bandarísku NBA-deild karla í körfubolta.
Liðið tapaði í nótt fyrir Miami, 95:118, á heimavelli og þar fór síðasti sénsinn á að komast í úrslitakeppnina, þó það séu átta leikir eftir.
Þetta er í fyrsta sinn sem Philadelphia kemst ekki í úrslitakeppnina síðan 2017, eða fyrir átta árum.
Philadelphia hefur verið með betri liðum NBA-deildarinnar undanfarin ár en aldrei náð að blómstra á lokametrunum.