Landsliðsmaðurinn frá næstu vikur

Tryggvi Snær Hlinason verður ekki með Bilbao næstu vikur.
Tryggvi Snær Hlinason verður ekki með Bilbao næstu vikur. mbl.is/Ólafur Árdal

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik, verður frá næstu vikur vegna meiðsla en hann meiddist á kálfa í leik með Bilbao gegn Dijon síðasta miðvikudag.

Bilbao mátti þola tap gegn Real Madrid, 88:70, í dag en Tryggvi var ekki í leikmannahópi liðsins.

Í viðtali fyrir leik staðfesti Jaume Ponsarnau, þjálfari Bilbao, meiðsli Tryggva og sagðist bíða eftir fleiri fréttum frá læknateyminu. Hann gerði þó ráð fyrir því að Tryggvi yrði frá keppni í einhverjar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka