Austin Reaves, LeBron James og Luka Doncic spiluðu allir frábærlega í sigri Los Angeles Lakers á Memphis Grizzlies, 134:127, í Memphis í nótt.
Þríeykið fór á kostum og skoraði 85 stig samanlagt. Raves skoraði 31, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar, Doncic skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar og LeBron skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Ja Morant var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig, átta fráköst og tíu stoðsendingar.
Lakers og Memphis eru í fjórða og fimmta sæti Austurdeildarinnar og bæði örugg í að minnsta kosti umspilið.
Önnur úrslit:
Orlando Magic - Sacramento Kings 121:91
Washington Wizards - Brooklyn Nets 112:115
Philadelphia 76ers - Miami Heat 95:118
San Antonio Spurs - Boston Celtics 111:121
Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 132:111
Chicago Bulls - Dallas Mavericks 119:120