Óvænt úrslit í rosalegum fyrsta leik í Ólafssal

Þóra Kristín Jónsdóttir sækir að Mariönu Duran í kvöld.
Þóra Kristín Jónsdóttir sækir að Mariönu Duran í kvöld. mbl.is/Karítas

Grinda­vík gerði sér lítið fyr­ir og sigraði deild­ar­meist­ara Hauka, 91:86, í fyrsta leik liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði í kvöld.

Grinda­vík hafnaði í átt­unda sæti deild­ar­keppn­inn­ar og rétt komst í úr­slita­keppn­ina. Réðust úr­slit­in í fram­leng­ingu eft­ir mik­inn spennu­leik.

Hauk­ar byrjuðu aðeins bet­ur og voru með naumt for­skot stór­an hluta fyrsta leik­hluta. Grinda­vík komst hins veg­ar yfir und­ir lok leik­hlut­ans og voru gest­irn­ir óvænt með naumt for­skot eft­ir fyrsta leik­hluta, 25:22.

Haukaliðið byrjaði bet­ur í öðrum leik­hluta og náði mest sex stiga for­skoti í stöðunni 35:29. Grinda­vík neitaði að gef­ast upp og komst aft­ur yfir, 44:42. Lore Dav­os skoraði hins veg­ar þrjú stig fyr­ir Hauka und­ir lok leik­hlut­ans og voru Hauk­ar með naumt for­skot í hálfleik, 45:44.

Hauk­ar voru svo sterk­ari aðil­inn í þriðja leik­hluta og var staðan fyr­ir fjórða og síðasta leik­hluta 67:63. Var fjar­vera Huldu Bjark­ar Ólafs­dótt­ur fyr­irliða orðin erfið fyr­ir Grinda­vík en hún fór meidd af velli snemma leiks.

Grinda­vík minnkaði mun­inn í eitt stig, 69:68, þegar fjórði leik­hluti var tæp­lega hálfnaður. Þá kom góður kafli hjá Hauk­um, sem komust sjö stig­um yfir í fyrsta skipti í stöðunni 75:68.

Sem fyrr neitaði Grinda­vík að gef­ast upp og með góðum kafla tókst gest­un­um að minnka mun­inn aft­ur í eitt stig, 78:77, þegar tvær mín­út­ur voru eft­ir. Daisha Bra­dford jafnaði í 80:80 á vítalín­unni skömmu síðar. Urðu það loka­töl­ur og því varð að fram­lengja.

Hauk­ar skoruðu fjög­ur fyrstu stig­in í fram­leng­ing­unni en Grind­vík­ing­ar svöruðu með lát­um og komust fimm stig­um yfir í fyrsta skipti í stöðunni 91:86 þegar 14 sek­únd­ur voru eft­ir. Tókst Hauk­um ekki að jafna eft­ir það.

Daisha Bra­dford skoraði 26 stig og tók 11 frá­köst fyr­ir Grinda­vík. Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir og Mari­ana Dur­an gerðu 19 hvor. Lore Devos skoraði 27 fyr­ir Hauka og Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir skoraði 21 stig.

Hauk­ar - Grinda­vík 86:91

Ásvell­ir, Bón­us deild kvenna, 31. mars 2025.

Gang­ur leiks­ins: 8:4, 14:10, 18:17, 22:25, 30:27, 37:35, 42:40, 45:44, 50:50, 56:54, 63:59, 67:63, 69:66, 75:68, 78:73, 80:80, 84:82, 86:91.

Hauk­ar: Lore Devos 28/​11 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir 21/​10 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir 17/​5 frá­köst, Diamond Al­ex­is Batt­les 9, Rósa Björk Pét­urs­dótt­ir 8, Eva Mar­grét Kristjáns­dótt­ir 3/​14 frá­köst/​6 stoðsend­ing­ar.

Frá­köst: 29 í vörn, 17 í sókn.

Grinda­vík: Daisha Bra­dford 26/​11 frá­köst/​5 stoln­ir, Isa­bella Ósk Sig­urðardótt­ir 19/​14 frá­köst/​3 var­in skot, Mari­ana Dur­an 19/​9 frá­köst/​10 stoðsend­ing­ar, Ena Viso 12/​9 frá­köst, Sofie Tryg­geds­son Preetzmann 8/​4 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Ólöf Rún Óla­dótt­ir 5, Sóllilja Bjarna­dótt­ir 2.

Frá­köst: 33 í vörn, 16 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Guðmund­ur Ragn­ar Björns­son, Jón Svan Sverris­son.

Áhorf­end­ur: 188.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Hauk­ar 86:91 Grinda­vík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert