Hópslagsmál í NBA-deildinni (myndskeið)

Isaiah Stewart var rekinn út úr húsi í nótt.
Isaiah Stewart var rekinn út úr húsi í nótt. AFP/Gregory Shamus

Það varð allt vitlaust í leik Minnesota Timerwolves og Detroit Pistons í bandarísku NBA-deildinni í Minnesota í nótt.

Ron Holland, leikmanni Detroit, og Naz Reid, leikmanni Minnesota, lenti saman í öðrum leikhluta með fyrrgreindum afleiðingum en alls voru átta leikmenn reknir út úr húsi vegna látanna.

Ekki hefur fleiri verið vísað út úr húsi í einum leik í deildarkeppninni frá árinu 2005 en alls voru tólf tæknivillur dæmdar í leiknum sem lauk með sigri Minnesota, 123:104.

Myndband af slagsmálunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert