Íslandsmeistararnir yfir í einvíginu gegn Skagfirðingum

Katla Garðarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Katla Garðarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar Kefla­vík­ur tóku á móti Tinda­stóli í fyrstu viður­eign liðanna í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta í kvöld og lauk leikn­um með sigri Kefla­vík­ur 92:63. Kefla­vík­ur­kon­ur eru þvi komn­ar yfir í ein­víg­inu en þrjá sigra þarf til að vinna ein­vígið. 

Það leit út fyr­ir að Kefla­vík­ur­kon­ur ætluðu að valta yfir gest­ina í kvöld því þær byrjuðu af gríðarleg­um krafti, komust 8:0 yfir og Tinda­st­ólskon­ur komust varla yfir miðju. 

Eft­ir 6 mín­útna leik voru Kefla­vík­ur­kon­ur 10 stig­um yfir í stöðunni 19:9 en Tinda­st­ólskon­ur settu all­an sinn fókus á að skora þriggja stiga körf­ur en þeim gekk illa að hitta. 

Staðan eft­ir fyrsta leik­hluta var 29:19 fyr­ir Kefl­vík.

Tinda­stóli tókst að minnka mun­inn í 6 stig í stöðunni 29:23 í upp­hafi ann­ars leik­hluta. Það sættu Kefla­vík­ur­kon­ur sig ekki við og 16 stiga for­skoti í stöðunni 44:28. 

Tinda­stóli tókst þó að laga stöðuna ör­lítið fyr­ir hálfleik og var staðan eft­ir ann­an leik­hluta 46:33 fyr­ir Kefla­vík. 

Sara Rún Hinriks­dótt­ir skoraði 12 stig fyr­ir Kefla­vík í fyr­ir hálfleik og tók Ju­lia Bogumila Niemoj­ewska 6 frá­köst. 

Randi Keonsha Brown skoraði 8 stig fyr­ir Tinda­stól og tók Edyta Ewa Falenzcyk 5 frá­köst. 

Anna Lára Vignisdóttir sækir að körfunni í leiknum í kvöld.
Anna Lára Vign­is­dótt­ir sæk­ir að körf­unni í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Skúli B. Sig­urðsson

Kefla­vík­ur­kon­ur héldu upp­tekn­um hætti í þriðja leik­hluta. Spiluðu ágæt­an körfu­bolta og héldu Tinda­st­ólskon­um í hæfi­legri fjar­lægð. Fyr­irliðinn Anna Ing­unn Svans­dótt­ir kom sterk inn í þriðja leik­hluta og setti tvær þriggja stiga körf­ur í röð sem Jasmine Dickey fylgdi síðan eft­ir með tveim­ur stig­um í haðaupp­hlaupi og var mun­ur­inn þá kom­inn í 20 stig í stöðunni 64:44 fyr­ir Kefla­vík. 

Tinda­stóli tókst að setja tvö stig fyr­ir lok leik­hlut­ans og var staðan fyr­ir fjórða leik­hluta 64:46 fyr­ir Kefla­vík. 18 stiga mun­ur og úr­slit­in ráðin.

Kefla­vík­ur­kon­ur náðu 22 stiga for­skoti þegar 4 mín­út­ur voru liðnar af fjórða leik­hluta. Stuttu áður fór Anna Lára Vign­is­dótt­ir meidd af velli og virt­ist hún þjáð í ökla. 

Rest­in af leik­hlut­an­um var forms­atriði fyr­ir Kefla­vík­ur­kon­ur sem mest náðu 31 stiga for­skoti í stöðunni 92:61 fyr­ir Kefla­vík. Tinda­st­ólskon­ur reyndu hvað þær gátu til að minnka mun­inn en Kefla­vík­ur­kon­ur mun van­ari úr­slita­keppni og ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar voru ein­fald­lega núm­eri of stór­ar fyr­ir Tinda­stól í þess­um leik. 

Lauk leikn­um með ör­ugg­um sigri Kefla­vík­ur 92:63

Jasmine Dickey skoraði 30 stig og tók 11 frá­köst fyr­ir Kefla­vík.

Randi Keonsha Brown skoraði 21 stig fyr­ir Tinda­stól og tók Edyta Ewa Falenzcyk 10 frá­köst. 

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Kefla­vík 92:63 Tinda­stóll opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert