Íslandsmeistararnir yfir í einvíginu gegn Skagfirðingum

Katla Garðarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Katla Garðarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti Tindastóli í fyrstu viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Keflavíkur 92:63. Keflavíkurkonur eru þvi komnar yfir í einvíginu en þrjá sigra þarf til að vinna einvígið. 

Það leit út fyrir að Keflavíkurkonur ætluðu að valta yfir gestina í kvöld því þær byrjuðu af gríðarlegum krafti, komust 8:0 yfir og Tindastólskonur komust varla yfir miðju. 

Eftir 6 mínútna leik voru Keflavíkurkonur 10 stigum yfir í stöðunni 19:9 en Tindastólskonur settu allan sinn fókus á að skora þriggja stiga körfur en þeim gekk illa að hitta. 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29:19 fyrir Keflvík.

Tindastóli tókst að minnka muninn í 6 stig í stöðunni 29:23 í upphafi annars leikhluta. Það sættu Keflavíkurkonur sig ekki við og 16 stiga forskoti í stöðunni 44:28. 

Tindastóli tókst þó að laga stöðuna örlítið fyrir hálfleik og var staðan eftir annan leikhluta 46:33 fyrir Keflavík. 

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 12 stig fyrir Keflavík í fyrir hálfleik og tók Julia Bogumila Niemojewska 6 fráköst. 

Randi Keonsha Brown skoraði 8 stig fyrir Tindastól og tók Edyta Ewa Falenzcyk 5 fráköst. 

Anna Lára Vignisdóttir sækir að körfunni í leiknum í kvöld.
Anna Lára Vignisdóttir sækir að körfunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Keflavíkurkonur héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta. Spiluðu ágætan körfubolta og héldu Tindastólskonum í hæfilegri fjarlægð. Fyrirliðinn Anna Ingunn Svansdóttir kom sterk inn í þriðja leikhluta og setti tvær þriggja stiga körfur í röð sem Jasmine Dickey fylgdi síðan eftir með tveimur stigum í haðaupphlaupi og var munurinn þá kominn í 20 stig í stöðunni 64:44 fyrir Keflavík. 

Tindastóli tókst að setja tvö stig fyrir lok leikhlutans og var staðan fyrir fjórða leikhluta 64:46 fyrir Keflavík. 18 stiga munur og úrslitin ráðin.

Keflavíkurkonur náðu 22 stiga forskoti þegar 4 mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta. Stuttu áður fór Anna Lára Vignisdóttir meidd af velli og virtist hún þjáð í ökla. 

Restin af leikhlutanum var formsatriði fyrir Keflavíkurkonur sem mest náðu 31 stiga forskoti í stöðunni 92:61 fyrir Keflavík. Tindastólskonur reyndu hvað þær gátu til að minnka muninn en Keflavíkurkonur mun vanari úrslitakeppni og ríkjandi Íslandsmeistarar voru einfaldlega númeri of stórar fyrir Tindastól í þessum leik. 

Lauk leiknum með öruggum sigri Keflavíkur 92:63

Jasmine Dickey skoraði 30 stig og tók 11 fráköst fyrir Keflavík.

Randi Keonsha Brown skoraði 21 stig fyrir Tindastól og tók Edyta Ewa Falenzcyk 10 fráköst. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 92:63 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert