Jalen Green átti stórleik fyrir Houston Rockets þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Leiknum lauk með stórsigri Houston, 148:109, en Green gerði sér lítið fyrir og skoraði 33 stig úr 19 skotum, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.
Houston er í öðru sæti vesturdeildarinnar með 49 sigra og nánast komið með annan fótinn í úrslitakeppnina en Phoenix er með 35 sigra og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Cleveland, New York, Oklahoma City og Boston hafa öll tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en New Orleans, Brooklyn, Utah, Washington, Charlotte og Philadelphia eru öll úr leik.
Úrslit næturinnar í NBA:
Phoenix – Houston 109:148
Philadelphia – Toronto 109:127
Milwaukee – Atlanta 124:145
Minnesota – Detroit 123:104
New Orleans – Charlotte 98:94
San Antonio – Golden State 106:148
New York – Portland 110:93