Breiðablik í góðum málum – Snæfell jafnaði

Breiðablik er í góðum málum.
Breiðablik er í góðum málum. Ljósmynd/Breiðablik

Breiðablik er ein­um sigri frá undanúr­slit­um í um­spili 1. deild­ar karla í körfu­bolta eft­ir ör­ugg­an heima­sig­ur á Sindra, 93:66, í öðrum leik liðanna í átta liða úr­slit­un­um í kvöld. Er staðan í ein­víg­inu 2:0, Breiðabliki í vil.

Sindri var með 23:17 for­skot eft­ir fyrsta leik­hluta en Breiðablik svaraði með 32:20-sigri í öðrum leik­hluta og 19:7-sigri í þriðja leik­hluta. Reynd­ist fjórði leik­hluti forms­atriði fyr­ir Kópa­vogsliðið.

Logi Guðmunds­son skoraði 23 stig fyr­ir Breiðablik og Orri Guðmunds­son bætti við 13. Jor­ge Mag­ar­in­os skoraði 18 fyr­ir Sindra og Benjam­in Lopez 14.

Snæ­fell jafnaði ein­vígið sitt við Ham­ar í 1:1 með heima­sigri í kvöld, 96:93, í spenn­andi leik.

Jafn­ræði var með liðunum svo gott sem all­an leik­inn en eft­ir mikla spennu reynd­ust Snæ­fell­ing­ar ögn sterk­ari.

Juan Navarro skoraði 21 stig fyr­ir Snæ­fell og Khalyl Waters gerði 20. Jaeden King skoraði 28 fyr­ir Ham­ar og Foti­os Lampropou­los 24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert