Njarðvík byrjar betur gegn Stjörnunni

Sara Logadóttir úr Njarðvík með boltann í kvöld.
Sara Logadóttir úr Njarðvík með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli

Njarðvík tók á móti Stjörn­unni í fyrstu viður­eign liðanna í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta og lauk leikn­um með sigri Njarðvík­ur 84:75. Njarðvík er því 1:0 yfir í ein­víg­inu en liðin mæt­ast aft­ur í Garðabæ á laug­ar­dag kl. 18:00.

Njarðvík­ur­kon­ur byrjuðu leik­inn mjög vel og byggðu fljót­lega upp for­skot. Stjörnu­kon­ur voru þó aldrei langt und­an. Eft­ir 5 mín­út­ur var staðan 16:9 fyr­ir Njarðvík.

Eins og fyrr seg­ir gáfu Stjörnu­kon­ur ekk­ert eft­ir og hleyptu Njarðvík­ing­um aldrei of langt frá sér. Þegar fyrsta leik­hluta lauk var mun­ur­inn 11 stig í stöðunni 29:18 fyr­ir Njarðvík.

Ann­ar leik­hluti var Njarðvík­ing­um afar erfiður. Stjörnu­kon­ur byrjuðu leik­hlut­ann af gríðarleg­um krafti með 12:0 kafla og komust yfir í stöðunni 30:29 fyr­ir Stjörn­una.

Njarðvík­ur­kon­ur skoruðu sín fyrstu stig í leik­hlut­an­um þegar Lára Ösp Ásgeirs­dótt­ir skoraði tveggja stiga körfu eft­ir 4 mín­út­ur og 51 sek­úndu og staðan var 31:30 fyr­ir Njarðvík. Stjörnu­kon­ur gáfu ekk­ert eft­ir og komust ít­rekað yfir í leik­hlut­an­um.

Berg­lind Katla Hlyns­dótt­ir setti þriggja stiga körfu fyr­ir Stjörn­una og í kjöl­farið kom tveggja stiga karfa frá Fann­eyju Maríu Freys­dótt­ur og Stjarn­an var kom­in 5 stig­um yfir í stöðunni 41:36.

Njarðvík­ing­ar náðu að rétta úr kútn­um áður en hálfleikn­um lauk. Þeim tókst að jafna í stöðunni 41:41 og náðu síðan að lok­um 2 stiga for­skoti áður en hálfleik­ur­inn skall á. Staðan í hálfleik var 46:44 fyr­ir Njarðvík.

Britt­any Dink­ins skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og tók Em­ilie Sofie Hasseldal 8 frá­köst fyr­ir Njarðvík.

Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir skoraði 18 stig fyr­ir Stjörn­una og tók Denia Dav­is - Stew­ard 6 frá­köst.

Njarðvík­ur­kon­ur byrjuðu seinni hálfleik­inn skelfi­lega illa og komust Stjörnu­kon­ur 8 stig­um yfir í stöðunni 55:47 fyr­ir Stjörn­una. Þá tók Ein­ar Árni þjálf­ari Njarðvík­ur leik­hlé.

Njarðvík­ur­kon­ur komust aft­ur í gang eft­ir þetta og náðu að saxa niður for­skot Stjörn­unn­ar og kom­ast yfir í stöðunni 57:55. Em­ilie Sofie Hesseldal og Britt­any Dink­ins leiddu sókn­ar­leik Njarðvík­inga það sem eft­ir lifði þriðja leik­hluta og þegar hon­um lauk voru Njarðvík­ur­kon­ur með 7 stiga for­skot í stöðunni 66:59.

Paul­ina Hersler byrjaði fjórða leik­hluta á því að koma Njarðvík­ing­um 9 stig­um yfir í stöðunni 69:58. Stjörnu­kon­ur minnkuðu mun­inn í 6 stig með þriggja stiga körfu frá Önu Clöru Paz.

Njarðvík­ur­kon­ur sýndu styrk sinn í fram­hald­inu og byggðu upp gott for­skot. Þegar 5 mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um voru Njarðvík­ing­ar 15 stig­um yfir í stöðunni 79:64.

Stjörnu­kon­ur reyndu hvað þær gátu til að kom­ast aft­ur inn í leik­inn en styrk­ur Njarðvík­ur­kvenna og heima­völl­ur­inn kom í veg fyr­ir það. Spyr und­ir­ritaður sig að því hvort það dugi Njarðvík­ing­um að spila ein­ung­is tvo ágæta leik­hluta til að vinna leiki?

Britt­any Dink­ins skoraði 23 stig og tók Paul­ina Hersler 11 frá­köst fyr­ir Njarðvík.

Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir skoraði 24 stig fyr­ir Stjörn­una og tók Denia Dav­is-Stew­ard 16 frá­köst.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Njarðvík 84:75 Stjarn­an opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert