Krossbandið slitið hjá fyrirliðanum

Hulda Björk Ólafsdóttir verður frá keppni næstu mánuðina.
Hulda Björk Ólafsdóttir verður frá keppni næstu mánuðina. mbl.is/Óttar Geirsson

Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta, verður frá keppni næsta tæpa árið vegna meiðsla.

Karfan.is greinir frá. Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á mánudagskvöld.

Er um mikið áfall fyrir Grindavík að ræða því hún er ekki aðeins fyrirliði liðsins heldur hefur verið einn besti leikmaður þess á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert