Deildarmeistarar Tindastóls eru komnir yfir gegn Keflavík, 1:0, í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta eftir sjö stiga sigur, 94:87, á Sauðárkróki í kvöld.
Næsti leikur liðanna fer fram í Keflavík næstkomandi sunnudag.
Tindastóll var sterkari í fyrsta leikhluta og vann hann með tveimur stigum, 25:23. Í öðrum leikhluta voru gestirnir frá Keflavík sterkari og fóru fjórum stigum yfir til búningsklefa, 52:48.
Tindastóll var sterkari aðilinn í þriðja og fjórða leikhluta og komst mest 11 stigum yfir, 80:69. Keflavík gerði vel í að koma til baka en það dugði ekki að lokum.
Adomas Drungilas var stigahæstur hjá Tindastóli með 25 stig en hann tók einnig sjö fráköst. Þá skoraði Dedrick Deon Basile 23 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Hjá Keflavík skoraði Jaka Brodnik mest eða 23 stig. Ty-Shon Alexander skoraði þá 19 stig, tók fjögur fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Gangur leiksins:: 4:9, 15:14, 22:19, 25:23, 30:31, 36:38, 41:43, 48:52, 55:60, 62:60, 68:64, 73:69, 80:71, 84:79, 87:84, 94:87.
Tindastóll: Adomas Drungilas 25/7 fráköst, Dedrick Deon Basile 23/9 fráköst/8 stoðsendingar, Dimitrios Agravanis 13/7 fráköst, Giannis Agravanis 12/13 fráköst, Davis Geks 9/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Sigtryggur Arnar Björnsson 6.
Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.
Keflavík: Jaka Brodnik 23/4 fráköst, Ty-Shon Alexander 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 13/4 fráköst, Callum Reese Lawson 13/7 fráköst, Remu Emil Raitanen 9/4 fráköst, Nigel Pruitt 5/4 fráköst, Hilmar Pétursson 3, Frosti Sigurðsson 2.
Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 800