Tindastólsmenn komnir yfir

Dedrick Deon Basile í Tindastóli með boltann, Halldór Garðar Hermannsson …
Dedrick Deon Basile í Tindastóli með boltann, Halldór Garðar Hermannsson eltir. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Deild­ar­meist­ar­ar Tinda­stóls eru komn­ir yfir gegn Kefla­vík, 1:0, í ein­vígi liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts­ins í körfu­bolta eft­ir sjö stiga sig­ur, 94:87, á Sauðár­króki í kvöld.

Næsti leik­ur liðanna fer fram í Kefla­vík næst­kom­andi sunnu­dag. 

Tinda­stóll var sterk­ari í fyrsta leik­hluta og vann hann með tveim­ur stig­um, 25:23. Í öðrum leik­hluta voru gest­irn­ir frá Kefla­vík sterk­ari og fóru fjór­um stig­um yfir til bún­ings­klefa, 52:48. 

Tinda­stóll var sterk­ari aðil­inn í þriðja og fjórða leik­hluta og komst mest 11 stig­um yfir, 80:69. Kefla­vík gerði vel í að koma til baka en það dugði ekki að lok­um. 

 Adom­as Drungilas var stiga­hæst­ur hjá Tinda­stóli með 25 stig en hann tók einnig sjö frá­köst. Þá skoraði Dedrick Deon Basile 23 stig, tók níu frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar. 

Hjá Kefla­vík skoraði Jaka Brodnik mest eða 23 stig. Ty-Shon Al­ex­and­er skoraði þá 19 stig, tók fjög­ur frá­köst og gaf tíu stoðsend­ing­ar. 

Gang­ur leiks­ins:: 4:9, 15:14, 22:19, 25:23, 30:31, 36:38, 41:43, 48:52, 55:60, 62:60, 68:64, 73:69, 80:71, 84:79, 87:84, 94:87.

Tinda­stóll: Adom­as Drungilas 25/​7 frá­köst, Dedrick Deon Basile 23/​9 frá­köst/​8 stoðsend­ing­ar, Dimitri­os Agra­van­is 13/​7 frá­köst, Gi­ann­is Agra­van­is 12/​13 frá­köst, Dav­is Geks 9/​4 frá­köst, Pét­ur Rún­ar Birg­is­son 6, Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son 6.

Frá­köst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Kefla­vík: Jaka Brodnik 23/​4 frá­köst, Ty-Shon Al­ex­and­er 19/​4 frá­köst/​10 stoðsend­ing­ar, Hall­dór Garðar Her­manns­son 13/​4 frá­köst, Call­um Reese Law­son 13/​7 frá­köst, Remu Emil Raitan­en 9/​4 frá­köst, Nig­el Pruitt 5/​4 frá­köst, Hilm­ar Pét­urs­son 3, Frosti Sig­urðsson 2.

Frá­köst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jóns­son.

Áhorf­end­ur: 800

Callum Lawson í Keflavík með boltann. Davis Geks verst.
Call­um Law­son í Kefla­vík með bolt­ann. Dav­is Geks verst. Ljós­mynd/​Jó­hann Helgi Sig­mars­son
Tinda­stóll 94:87 Kefla­vík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert