Tryggvi og félagar í úrslit eftir endurkomu

Tryggvi Snær Hlinason lék ekki vegna meiðsla.
Tryggvi Snær Hlinason lék ekki vegna meiðsla. Ljósmynd/FIBA

Bilbao frá Spáni er komið í úrslit Evrópubikarsins í körfubolta eftir sigur á Dijon frá Frakklandi á heimavelli í kvöld, 97:68.

Dijon vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 77:58, en Bilbao var mun sterkari aðilinn í kvöld og sneri einvíginu sér í vil.

Tryggvi Snær Hlinason lék ekki með Bilbao í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leiknum.

Bilbao mætir PAOK frá Grikklandi í úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert