Finnur þjálfar Val næstu árin

Finnur Freyr Stefánsson ræðir við Valsmenn.
Finnur Freyr Stefánsson ræðir við Valsmenn. mbl.is/Hákon

Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2028 en hann hefur þjálfað karlalið félagsins frá árinu 2020.

Undir stjórn Finns varð Valur Íslandsmeistari 2022 og aftur á síðasta ári. Þá varð liðið bikarmeistari árið 2023 og aftur í ár.

Hann gerði KR að Íslandsmeistara árin 2014, 2015, 2016, 2017 og 2018 og bikarmeistara árin 2016 og 2017 og er því afar sigursæll.

Valur endaði í fjórða sæti í úrvalsdeildinni á leiktíðinni og komst í gær í 1:0 í einvígi sínu gegn Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert