Grindavík hélt út í mögnuðum öðrum leik

Grindvíkingurinn Deandre Kane brunar framhjá Kristni Pálssyni Valsmanni í Smáranum …
Grindvíkingurinn Deandre Kane brunar framhjá Kristni Pálssyni Valsmanni í Smáranum í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Grinda­vík jafnaði ein­vígið sitt við Val í átta liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta með 80:76-heima­sigri í öðrum leik liðanna í Smár­an­um í kvöld. Eft­ir tvo leiki í ein­víg­inu er staðan því 1:1. Þriðji leik­ur­inn fer fram á Hlíðar­enda næst­kom­andi fimmtu­dags­kvöld.

Vals­menn byrjuðu bet­ur og komust í 7:2 snemma leiks eft­ir þrist frá Josh Jef­fer­son. Grinda­vík svaraði vel og Daniel Morten­sen kom heima­mönn­um yfir, 10:9, eft­ir sex mín­út­ur. Grinda­vík hélt áfram að spila vel og var með fimm stiga for­skot eft­ir fyrsta leik­hluta, 23:18.

Val­ur minnkaði mun­inn í eitt stig snemma í seinni hálfleik, 28:27. Mun­ur­inn var einnig eitt stig í 32:31 og 34:33. Val­ur fékk nokk­ur tæki­færi til að jafna eða kom­ast yfir en fór illa með þau.

Grinda­vík refsaði og með góðum lokakafla í fyrri hálfleik voru Grind­vík­ing­ar með sjö stiga for­skot í hálfleik, 43:36, eft­ir flautuþrist frá Arn­óri Trist­ani Helga­syni.

Adam Ramstedt Valsmaður með körfuna í sigtinu í Smáranum í …
Adam Ramstedt Valsmaður með körf­una í sigt­inu í Smár­an­um í kvöld. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Vals­menn byrjuðu bet­ur í seinni hálfleik og minnkuðu mun­inn í 51:49 með þriggja stiga frá Jef­fer­son. Grinda­vík svaraði með mikl­um krafti og De­Andre Kane kom Grinda­vík tíu stig­um yfir í fyrsta skipti með þriggja stiga körfu, 59:49, þegar þrjár mín­út­ur voru eft­ir af þriðja leik­hluta.

Grinda­vík hélt áfram að bæta í for­skotið næstu mín­út­ur og munaði 14 stig­um fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann, 67:53.

Arn­ór Trist­an kom Grinda­vík 16 stig­um yfir, 79:63, þegar fjór­ar mín­út­ur voru eft­ir. Vals­menn neituðu hins veg­ar að gef­ast upp og Frank Aron Booker minnkaði mun­inn í sex stig þegar rúm mín­úta var eft­ir, 79:73, með þriggja stiga körfu.

Taiwo Badm­us minnkaði svo mun­inn í þrjú stig þegar nokkr­ar sek­únd­ur voru eft­ir en nær komst Val­ur ekki og Grinda­vík hélt út.

Gang­ur leiks­ins:: 2:7, 8:9, 19:13, 23:18, 28:24, 30:27, 32:31, 43:36, 47:41, 51:46, 59:51, 67:53, 73:57, 75:61, 79:66, 80:76.

Grinda­vík: Jeremy Raymon Pargo 24/​5 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, De­andre Donte Kane 21/​9 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Lagio Grantsa­an 9, Arn­ór Trist­an Helga­son 8, Bragi Guðmunds­son 7, Daniel Morten­sen 6/​14 frá­köst, Val­ur Orri Vals­son 3, Ólaf­ur Ólafs­son 2/​5 frá­köst.

Frá­köst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Val­ur: Taiwo Hass­an Badm­us 20/​7 frá­köst, Jos­hua Jef­fer­son 14/​5 frá­köst, Krist­inn Páls­son 12/​9 frá­köst, Frank Aron Booker 8, Kristó­fer Acox 7/​8 frá­köst, Hjálm­ar Stef­áns­son 6/​7 frá­köst, Ástþór Atli Svala­son 5, Adam Ramstedt 4/​6 frá­köst.

Frá­köst: 32 í vörn, 15 í sókn.

Dóm­ar­ar: Sig­mund­ur Már Her­berts­son, Jó­hann­es Páll Friðriks­son, Jón Þór Eyþórs­son.

Áhorf­end­ur: 1150

Grinda­vík 80:76 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert