Grindavík jafnaði einvígið sitt við Val í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með 80:76-heimasigri í öðrum leik liðanna í Smáranum í kvöld. Eftir tvo leiki í einvíginu er staðan því 1:1. Þriðji leikurinn fer fram á Hlíðarenda næstkomandi fimmtudagskvöld.
Valsmenn byrjuðu betur og komust í 7:2 snemma leiks eftir þrist frá Josh Jefferson. Grindavík svaraði vel og Daniel Mortensen kom heimamönnum yfir, 10:9, eftir sex mínútur. Grindavík hélt áfram að spila vel og var með fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 23:18.
Valur minnkaði muninn í eitt stig snemma í seinni hálfleik, 28:27. Munurinn var einnig eitt stig í 32:31 og 34:33. Valur fékk nokkur tækifæri til að jafna eða komast yfir en fór illa með þau.
Grindavík refsaði og með góðum lokakafla í fyrri hálfleik voru Grindvíkingar með sjö stiga forskot í hálfleik, 43:36, eftir flautuþrist frá Arnóri Tristani Helgasyni.
Valsmenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 51:49 með þriggja stiga frá Jefferson. Grindavík svaraði með miklum krafti og DeAndre Kane kom Grindavík tíu stigum yfir í fyrsta skipti með þriggja stiga körfu, 59:49, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta.
Grindavík hélt áfram að bæta í forskotið næstu mínútur og munaði 14 stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 67:53.
Arnór Tristan kom Grindavík 16 stigum yfir, 79:63, þegar fjórar mínútur voru eftir. Valsmenn neituðu hins vegar að gefast upp og Frank Aron Booker minnkaði muninn í sex stig þegar rúm mínúta var eftir, 79:73, með þriggja stiga körfu.
Taiwo Badmus minnkaði svo muninn í þrjú stig þegar nokkrar sekúndur voru eftir en nær komst Valur ekki og Grindavík hélt út.
Gangur leiksins:: 2:7, 8:9, 19:13, 23:18, 28:24, 30:27, 32:31, 43:36, 47:41, 51:46, 59:51, 67:53, 73:57, 75:61, 79:66, 80:76.
Grindavík: Jeremy Raymon Pargo 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Lagio Grantsaan 9, Arnór Tristan Helgason 8, Bragi Guðmundsson 7, Daniel Mortensen 6/14 fráköst, Valur Orri Valsson 3, Ólafur Ólafsson 2/5 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Valur: Taiwo Hassan Badmus 20/7 fráköst, Joshua Jefferson 14/5 fráköst, Kristinn Pálsson 12/9 fráköst, Frank Aron Booker 8, Kristófer Acox 7/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6/7 fráköst, Ástþór Atli Svalason 5, Adam Ramstedt 4/6 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson.
Áhorfendur: 1150