Skagfirðingar í sterkri stöðu

Dedrick Basile skorar fyrir Tindastól í Keflavík í kvöld.
Dedrick Basile skorar fyrir Tindastól í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Kefla­vík tók á móti Tinda­stóli í öðrum leik liðanna í 8 liða úr­slit­um Íslands­móts karla í körfu­bolta og lauk leikn­um með sigri Tinda­stóls 96:93. Leikið var í höll­inni í Kefla­vík.

Staðan í ein­víg­inu er því 2:0 fyr­ir Tinda­stóli og þriðji leik­ur­inn verður á Sauðár­króki á fimmtu­dags­kvöldið þar sem Skag­f­irðing­ar geta gert út um ein­vígið.

Fyrri hálfleik­ur var frá­bær skemmt­un þar sem þriggja stiga körf­un­um gjör­sam­lega rigndi niður enda tvö frá­bær sókn­arlið að eig­ast við. Liðin skipt­ust á að leiða og varð mun­ur­inn aldrei meiri en 5 stig. Mest­ur var mun­ur­inn Kefl­vík­ing­um í vil í stöðunni 25:19 en Tinda­stóll jafnaði í 25:25. Tinda­stóll komst mest 5 stig­um yfir í stöðunni 41:37.

Mik­il harka og hraði var í leikn­um sem var stór­kost­leg skemmt­un fyr­ir áhorf­end­ur en troðfullt var í Kefla­vík­ur­höll­inni í kvöld.

Staðan í hálfleik 48:45 fyr­ir Tinda­stóli.

Ty-Shon Al­ex­and­er skoraði 14 stig fyr­ir Kefla­vík og Jaka Brodnik tók 5 frá­köst í fyrri hálfleik.

Dimitri­os Agra­van­is skoraði 15 stig fyr­ir Tinda­stól í fyrri hálfleik og Dedrick Deon Basile tók 4 frá­köst.

Þriðji lek­hluti var al­vöru skemmt­un. Tinda­stóll náði fljót­lega 11 stiga for­skoti í stöðunni 58:47. Þá kom frá­bært áhlaup hjá Kefl­vík­ing­um sem færði þeim for­yst­una í stöðunni 64:63. Eft­ir það var allt í járn­um og hníf­jafnt. Fór svo að eft­ir þriðja leik­hluta voru Kefl­vík­ing­ar stigi yfir í stöðunni 71:70 og von á svaka­leg­um loka­leik­hluta.

Fjórði leik­hluti var álíka spenn­andi og þeir sem á und­an voru. Tinda­stóll náði að byggja upp 5 stiga for­skot í stöðunni 85:80. Jaka Brodnik setti þá tveggja stiga körfu og fékk að auki víta­skot sem fór líka niður. Staðan 85:83 fyr­ir Tinda­stóli og 3:40 eft­ir af leikn­um.

Hilm­ar Pét­urs­son jafnaði leik­inn í stöðunni 85:85 þegar 3 mín­út­ur og 15 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um. Þá tók Bene­dikt Guðmunds­son þjálf­ari Tinda­stóls leik­hlé.

Adoma Drungilas kom Tinda­stóli yfir í stöðunni 87:85. Hilm­ar Pét­urs­son minnkaði mun­inn í eitt stig úr víta­skoti og í kjöl­farið setti Ty-Shon Al­ex­and­er tveggja stiga körfu og kom Kefla­vík yfir í stöðunni 88:87. Kefl­vík­ing­ar unnu síðan bolt­ann og gátu aukið for­skot sitt þegar ein mín­úta og 24 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um.

Það tókst ekki held­ur var það Dedrick Deon Basile sem setti layup körfu og kom Tinda­stóli yfir þegar 55,9 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um. Staðan 89:88 fyr­ir Tinda­stóli.

Ty-Shon Al­ex­and­er fékk dæmda á sig sína aðra tækni­villu í leikn­um í kjöl­farið og var vísað úr húsi. Þetta not­færði Tinda­stóll sér og komst fjór­um stig­um yfir í stöðunni 92:88 og róður­inn þung­ur fyr­ir Kefla­vík.

Call­um Reese Law­son setti þriggja stiga körfu fyr­ir Kefla­vík og minnkaði mun­inn í eitt stig í stöðunni 92:91 fyr­ir Tinda­stól. Kefl­vík­ing­ar voru síðan alltof sein­ir að brjóta í kjöl­farið en þegar það ger­ist voru 9,9 sek­únd­ur eft­ir og Basile setti niður tvö víta­skot fyr­ir Tinda­stól. Staðan 94:91 fyr­ir Tinda­stól.

Kefl­vík­ing­ar fengu tæki­færi til að jafna. Tinda­stóll braut á Jaka Brodnik sem fékk tvö víta­skot þegar 5,6 sek­únd­ur voru eft­ir og tókst hon­um að minnka mun­inn í 94:93.

Kefl­vík­ing­ar brutu strax á gest­un­um og sendu þá á vítalín­una. Þeir skoruðu úr víta­skot­um sín­um og staðan 96:93. Call­um reyndi þriggja stiga flautu­skot fyr­ir Kefla­vík en hitti ekki og Tinda­stóll 2:0 yfir í ein­víg­inu.

Ty-Shon Al­ex­and­er skoraði 22 stig fyr­ir Kefla­vík og Call­um Reese Law­son tók 7 frá­köst.

Dimitri­os Agra­van­is skoraði 26 stig fyr­ir Tinda­stól og Dedrick Deon Basile tók 7 frá­köst.

Gang­ur leiks­ins:: 6:3, 8:13, 16:16, 25:23, 33:33, 37:41, 43:46, 45:48, 47:58, 56:61, 65:66, 71:70, 73:77, 80:85, 86:87, 93:96.

Kefla­vík: Ty-Shon Al­ex­and­er 22/​4 frá­köst, Hilm­ar Pét­urs­son 20/​5 frá­köst, Call­um Reese Law­son 16/​7 frá­köst, Jaka Brodnik 12/​6 frá­köst, Nig­el Pruitt 11, Hall­dór Garðar Her­manns­son 6, Igor Maric 3/​5 frá­köst, Remu Emil Raitan­en 3/​6 frá­köst.

Frá­köst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Tinda­stóll: Dimitri­os Agra­van­is 26/​7 frá­köst, Dedrick Deon Basile 23/​7 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Adom­as Drungilas 20, Dav­is Geks 10/​5 frá­köst, Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son 8, Pét­ur Rún­ar Birg­is­son 7, Gi­ann­is Agra­van­is 2.

Frá­köst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dóm­ar­ar: Bjarki Þór Davíðsson, Gunn­laug­ur Briem, Birg­ir Örn Hjörv­ars­son.

Áhorf­end­ur: 800.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Kefla­vík 93:96 Tinda­stóll opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert