Allt komið á hreint í Austurdeildinni

Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru í baráttu …
Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru í baráttu um beint sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Indiana Pacers er þegar komið þangað í Austurdeildinni. AFP/Justin Edmonds

Ljóst er hvaða sex lið eru búin að tryggja sér sæti í átta liða úr­slita­keppni Aust­ur­deild­ar NBA-deild­ar­inn­ar í körfuknatt­leik og hvaða fjög­ur lið fara í um­spil um tvö laus sæti eft­ir úr­slit næt­ur­inn­ar.

Öll lið deild­ar­inn­ar eiga aðeins eft­ir að spila þrjá til fjóra leiki og er nú ljóst að Cleve­land Ca­valiers, Bost­on Celtics, New York Knicks, Indi­ana Pacers, Milwaukee Bucks og Detroit Pist­ons fara beint í úr­slita­keppn­ina.

Or­lando Magic, Atlanta Hawks, Chicago Bulls og Miami Heat berj­ast svo um síðustu tvö sæt­in í úr­slita­keppni Aust­ur­deild­ar­inn­ar.

Vilja forðast um­spilið

Í Vest­ur­deild­inni er enn hart bar­ist þar sem aðeins tvö lið hafa tryggt sér ör­uggt sæti í úr­slita­keppn­inni: Okla­homa City Thund­er og Hou­st­on Rockets.

LA Lakers, Den­ver Nug­gets, LA Clip­p­ers, Gold­en State Warri­ors, Minnesota Timberwol­ves og Memp­his Grizzlies munu öll að minnsta kosti fara í um­spil en róa öll öll­um árum að því að tryggja sér beint sæti í úr­slita­keppn­inni.

Sacra­mento Kings og Dallas Mavericks standa vel að vígi í bar­átt­unni um að tryggja sér sæti í um­spili en Phoen­ix Suns er eina liðið sem á mögu­leika á því að hrifsa sætið af öðru þeirra, önn­ur lið eru úr leik.

Stór­leik­ur Ni­kola Jokic, Jókers­ins, dugði ekki til í 120:125-tapi Den­ver fyr­ir Indi­ana í nótt.

Hann skoraði 41 stig, tók 15 frá­köst og gaf 13 stoðsend­ing­ar.

Önnur úr­slit:

Char­lotte – Chicago 117:131
Brook­lyn – Toronto 109:120
Okla­homa City – LA Lakers 99:126
Atlanta – Utah 147:134
Bost­on – Washingt­on 124:90
Cleve­land – Sacra­mento 113:120
Port­land – San Ant­onio 120:109
New York – Phoen­ix 112:98
Gold­en State – Hou­st­on 96:106
New Or­le­ans – Milwaukee 107:111

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert