Bandaríska körfuknattleiksfélagið Denver Nuggets hefur vikið þjálfaranum Michael Malone frá störfum og sömuleiðis framkvæmdastjóranum Calvin Booth.
ESPN greinir frá.
Aðeins nokkrir leikir eru eftir af deildakeppnum NBA-deildarinnar þar sem Denver er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar og freistar þess að komast beint í átta liða úrslitakeppni í stað þess að fara í umspil um sæti í henni.
Denver hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni og tapað síðustu fjórum. Því þótti forsvarsmönnum félagsins tímabært að breyta til þó stutt sé í að úrslitakeppnin hefjist.