Hreinsað út hjá Denver stuttu fyrir úrslitakeppni

Michael Malone hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Denver Nuggets.
Michael Malone hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Denver Nuggets. AFP/Justin Edmonds

Banda­ríska körfuknatt­leiks­fé­lagið Den­ver Nug­gets hef­ur vikið þjálf­ar­an­um Michael Malone frá störf­um og sömu­leiðis fram­kvæmda­stjór­an­um Cal­vin Booth.

ESPN grein­ir frá.

Aðeins nokkr­ir leik­ir eru eft­ir af deilda­keppn­um NBA-deild­ar­inn­ar þar sem Den­ver er í fjórða sæti Vest­ur­deild­ar­inn­ar og freist­ar þess að kom­ast beint í átta liða úr­slita­keppni í stað þess að fara í um­spil um sæti í henni.

Den­ver hef­ur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikj­um sín­um í deild­inni og tapað síðustu fjór­um. Því þótti for­svars­mönn­um fé­lags­ins tíma­bært að breyta til þó stutt sé í að úr­slita­keppn­in hefj­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert