Ríkjandi Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu betur gegn nýliðum Tindastóls, 88:58, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í Keflavík í kvöld.
Keflavík var því með sópinn á lofti, vann einvígið 3:0 og sendi Tindastól í sumarfrí. Keflavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum.
Í leiknum í kvöld hóf Keflavík leikinn af miklum krafti og var 11 stigum yfir, 28:17, að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir bitu hins vegar frá sér og var munurinn sex stig, 44:38, í hálfleik.
Í síðari hálfleik voru Keflvíkingar við stjórn, juku stöðugt muninn og unnu að lokum öruggan 30 stiga sigur.
Jasmine Dickey fór fyrir Keflavík er hún skoraði 26 stig og tók 16 fráköst.
Hjá Tindastóli var Randi Brown stigahæst með 14 stig.
Blue-höllin, Bónus deild kvenna, 08. apríl 2025.
Gangur leiksins:: 6:8, 16:10, 21:15, 28:17, 33:21, 38:24, 38:31, 44:38, 48:40, 56:42, 62:49, 64:49, 70:54, 77:54, 82:56, 88:58.
Keflavík: Jasmine Dickey 26/16 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/9 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 10/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Ásdís Elva Jónsdóttir 3, Julia Bogumila Niemojewska 2/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ásthildur Eva H. Olsen 2, Katla Rún Garðarsdóttir 1.
Fráköst: 36 í vörn, 15 í sókn.
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 14, Ilze Jakobsone 9, Edyta Ewa Falenzcyk 9/14 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 8, Bérengér Biola Dinga-Mbomi 7/7 fráköst, Rannveig Guðmundsdóttir 6/4 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 5/4 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson, Sófus Máni Bender.
Áhorfendur: 154