Keflavík sópaði Stólunum í sumarfrí

Edyta Ewa Falenzcyk, Jasmine Dickey og Randi Brown eigast við …
Edyta Ewa Falenzcyk, Jasmine Dickey og Randi Brown eigast við í öðrum leik liðanna á dögunum. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Ríkj­andi Íslands­meist­ar­ar Kefla­vík­ur höfðu bet­ur gegn nýliðum Tinda­stóls, 88:58, í þriðja leik liðanna í átta liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfuknatt­leik í Kefla­vík í kvöld.

Kefla­vík var því með sóp­inn á lofti, vann ein­vígið 3:0 og sendi Tinda­stól í sum­ar­frí. Kefla­vík er fyrsta liðið sem trygg­ir sér sæti í undanúr­slit­um.

Í leikn­um í kvöld hóf Kefla­vík leik­inn af mikl­um krafti og var 11 stig­um yfir, 28:17, að lokn­um fyrsta leik­hluta. Stól­arn­ir bitu hins veg­ar frá sér og var mun­ur­inn sex stig, 44:38, í hálfleik.

Í síðari hálfleik voru Kefl­vík­ing­ar við stjórn, juku stöðugt mun­inn og unnu að lok­um ör­ugg­an 30 stiga sig­ur.

Jasmine Dickey fór fyr­ir Kefla­vík er hún skoraði 26 stig og tók 16 frá­köst.

Hjá Tinda­stóli var Randi Brown stiga­hæst með 14 stig.

Kefla­vík - Tinda­stóll 88:58

Blue-höll­in, Bón­us deild kvenna, 08. apríl 2025.

Gang­ur leiks­ins:: 6:8, 16:10, 21:15, 28:17, 33:21, 38:24, 38:31, 44:38, 48:40, 56:42, 62:49, 64:49, 70:54, 77:54, 82:56, 88:58.

Kefla­vík: Jasmine Dickey 26/​16 frá­köst, Sara Rún Hinriks­dótt­ir 14/​9 frá­köst, Anna Lára Vign­is­dótt­ir 10/​4 frá­köst, Agnes María Svans­dótt­ir 10, Bríet Sif Hinriks­dótt­ir 7/​5 frá­köst, Thelma Dís Ágústs­dótt­ir 7/​4 frá­köst/​5 stoðsend­ing­ar, Anna Ing­unn Svans­dótt­ir 6, Ásdís Elva Jóns­dótt­ir 3, Ju­lia Bogumila Niemoj­ewska 2/​6 frá­köst/​7 stoðsend­ing­ar, Ásthild­ur Eva H. Ol­sen 2, Katla Rún Garðars­dótt­ir 1.

Frá­köst: 36 í vörn, 15 í sókn.

Tinda­stóll: Randi Keonsha Brown 14, Ilze Jak­ob­so­ne 9, Edyta Ewa Falenzcyk 9/​14 frá­köst, Klara Sól­veig Björg­vins­dótt­ir 8, Bér­engér Bi­ola Dinga-Mbomi 7/​7 frá­köst, Rann­veig Guðmunds­dótt­ir 6/​4 frá­köst, Inga Sól­veig Sig­urðardótt­ir 5/​4 frá­köst.

Frá­köst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Dóm­ar­ar: Jakob Árni Ísleifs­son, Jón Þór Eyþórs­son, Sóf­us Máni Bend­er.

Áhorf­end­ur: 154

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert