Boston fullkomnaði fernuna

Kristaps Porzingis átti stórleik með Boston Celtics og hér reynir …
Kristaps Porzingis átti stórleik með Boston Celtics og hér reynir OG Anunoby hjá New York Knicks að stöðva hann. AFP/Elsa

Bost­on Celtics vann í nótt sinn ní­unda úti­leik í röð og lagði granna sína í New York Knicks í fjórða sinn í jafn­mörg­um leikj­um í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik á þessu tíma­bili, 119:117 eft­ir fram­leng­ingu.

Jrue Holi­day tryggði Bost­on sig­ur­inn með fjór­um víta­kot­um á síðustu 12 sek­únd­um leiks­ins en Kristaps Porz­ing­is, fyrr­ver­andi leikmaður Knicks, átti stór­leik og skoraði 34 stig fyr­ir Bost­on, þar af gerði hann átta þriggja stiga körf­ur og jafnaði per­sónu­legt met sitt í deild­inni.

Cleve­land Ca­valiers tryggði sér sig­ur í Aust­ur­deild­inni með því að vinna Chicago Bulls ör­ugg­lega, 135:113. Bost­on end­ar í öðru sæti og New York Knicks er í bar­áttu við Indi­ana Pacers um þriðja sætið.

Milwaukee Bucks og Detroit Pist­ons eru hin tvö liðin sem fara beint í úr­slita­keppn­ina í Aust­ur­deild­inni og ljóst er að Or­lando, Atlanta, Chicago og Miami fara í um­spil um tvö síðustu sæt­in.

Shai með 42 og Doncic rek­inn út af

Shai Gil­geous-Al­ex­and­er skoraði 42 stig fyr­ir Okla­homa City Thund­er sem vann Los Ang­eles Lakers, 136:120, og hefndi fyr­ir tap í leik liðanna fyr­ir tveim­ur dög­um. Luka Doncic hjá Lakers fékk tvær tækni­vill­ur og var rek­inn af velli og við það missti liðið tök­in á leikn­um.

Gi­ann­is An­tet­okoun­mpo var með þre­falda tvennu fyr­ir Milwaukee Bucks sem vann Minnesota Timberwol­ves 110:103. Hann skoraði 23 stig, tók 13 frá­köst og átti tíu stoðsend­ing­ar.

Stephen Curry skoraði 25 stig fyr­ir Gold­en State Warri­ors sem vann Phoen­ix Suns, 133:95.

Úrslit­in í nótt:

Or­lando - Atlanta 119:112
Indi­ana - Washingt­on 104:98
Cleve­land - Chicago 135:113
Char­lotte - Memp­his 100:124
New York - Bost­on 117:119 (fram­leng­ing)
Brook­lyn - New Or­le­ans 119:114
Okla­homa City - LA Lakers 136:120
Milwaukee - Minnesota 110:103
Phoen­ix - Gold­en State 95:133
LA Clip­p­ers - San Ant­onio 122:117

Okla­homa City hef­ur tryggt sér sig­ur í Vest­ur­deild­inni og Hou­st­on end­ar í öðru sæti. Lakers, Clip­p­ers, Den­ver, Gold­en State, Memp­his og Minnesota eru í slag um fjög­ur ör­ugg sæti í úr­slita­keppn­inni og tvö þeirra fara í um­spil. 

Sacra­mento fer í um­spilið og Dallas er í bar­áttu við Phoen­ix um síðasta sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka