Enn einn stórleikur landsliðskonunnar

Danielle Rodriguez í leik með íslenska landsliðinu.
Danielle Rodriguez í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FÍBA

Danielle Rodrigu­ez, landsliðskona í körfuknatt­leik, lék einu sinni sem áður vel fyr­ir Fri­bourg þegar liðið vann ör­ugg­an sig­ur á Geneve, 95:64, í fyrsta leik liðanna í undanúr­slit­um úr­slita­keppn­inn­ar um sviss­neska meist­ara­titil­inn.

Danielle skoraði 15 stig, tók sex frá­köst og gaf sjö stoðsend­ing­ar á tæp­lega 28 mín­út­um hjá Fri­bourg í kvöld.

Liðin mæt­ast næst í Genf á laug­ar­dag en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í úr­slita­ein­víg­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert