Danielle Rodriguez, landsliðskona í körfuknattleik, lék einu sinni sem áður vel fyrir Fribourg þegar liðið vann öruggan sigur á Geneve, 95:64, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar um svissneska meistaratitilinn.
Danielle skoraði 15 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar á tæplega 28 mínútum hjá Fribourg í kvöld.
Liðin mætast næst í Genf á laugardag en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.